Kristinn B. Ragnarsson
Viðskiptafræðingur/löggiltur fasteignasali
Símanúmer 8984125 [email protected]
Spánn

LOFTSLAGIÐ:

Miðjarðarhafs loftslagið gerir Spán að fullkomnum stað til að njóta sólar og milds veðurfars allt árið um kring. Með meðalhita um 18° á veturnar og 300 daga af sól á ári, gerir Costa Blanca og Costa Calida að ákjósanlegum stað til að búa á.

AUKIN LÍFSGÆÐI:

Spánn er eitt af löndum Evrópu með hæsta meðalaldur og er það mildu miðjarðarhafsloftslaginu ásamt spænskum lífsgildum að þakka. Hamingja, sól, ávextir og grænmeti, fiskur, ólívu olía og gæða vín er innihaldið sem þarf til að njóta afslappaðs og heilbrigðs lífs.

MENNING OG LANDSLAG:

Mismunandi þjóðflokkar og lönd hafa haft áhrif á menningu spánar í gegnum aldirnar, skilið eftir sig margskonar hefðir og venjur sem gerir spænska menningu svo heillandi. Landfræðilega er Spánn afar mismunandi, allt frá gullnum ströndum til snævi þakinna fjalla sem þekja rúmlega 3.000 fm af landinu.

HAGSTÆTT VERÐLAG:

Þrátt fyrir að þjónusta og lífsgæði sé mun betri en víða í evrópu er verðlagið talsvert undir meðallagi, það gerir spán að vinsælum stað til að setjast að og búa eða til að eiga sitt annað heimili.

FÓLKIÐ OG TUNGUMÁLIÐ:

Spánverjar eru opið og kurteist fólk sem kann að njóta lífsins og að deila gleði sinni með fólkinu í kringum sig. Spánverjar taka fagnandi á móti þeim sem vilja kynnast þeirra lífstíl og menningu. Spænska er annað mest útbreiddasta tungumál heims og að læra spænsku er mjög góð leið til að aðlagast spánverjum, en þó ekki nauðsynleg, það tala flestir einhverja ensku og þá sérstaklega á suðurströndinni.

Póstlistinn

* Stjörnumerkta reiti þarf að fylla út