Kristinn B. Ragnarsson
Viðskiptafræðingur/löggiltur fasteignasali
Símanúmer 8984125 [email protected]
LÍFIÐ Á SPÁNI

AFHVERJU SPÁNN?

Áfangastaðurinn þar sem allir fjölskylumeðlimir finna afþreyingu eða afslöppun við sitt hæfi. 

 

SPÆNSKA MENNINGIN OG LÍFSGÆÐI:

Spánn er eitt af þeim löndum Evrópu með hæstan meðalaldur og er það mildu Miðjarðarhafsloftslaginu ásamt spænskum lífsgildum að þakka.  

Hamingja, sól, ávextir og grænmeti, fiskur, ólívuolíu og gæða vín er innihaldið sem þarf til að njóta afslappaðs og heilbrigðs lífs.

Spánverjar eru opið og kurteist fólk sem kann að njóta lífsins og að deila gleði sinni með fólkinu í kringum sig, setja fjölskylduna í fyrsta sætið og taka fagnandi á móti þeim sem vilja kynnast þeirra lífsstíl og menningu. Spænska er annað mest útbreiddasta tungumál heims og að læra spænsku er mjög góð leið til að aðlagast spánverjum, en þó ekki nauðsynleg, það tala flestir ensku líka og þá sérstaklega á suðurströndinni. 

Þrátt fyrir að þjónusta og lífsgæði sé mun betri en víða í Evrópu er verðlagið talsvert undir meðallagi á húsnæði og framfærslu,  hefur gert Spán að vinsælum stað fyrir Íslendinga til að setjast að og búa þar eða til að eiga sitt annað heimili.

Mismunandi þjóðflokkar og lönd hafa haft áhrif á menningu spánar í gegnum aldirnar, skilið eftir sig margskonar hefðir og venjur sem gerir spænska menningu svo heillandi. Landfræðilega er Spánn afar mismunandi, allt frá gullnum ströndum til snævi þakinna fjalla sem þekja rúmlega 3.000 fm af landinu.

 

LOFTSLAGIÐ:

Miðjarðarhafs loftslagið gerir Spán að fullkomnum stað til að njóta sólar og milds veðurfars allt árið um kring. Með meðalhita um 18° á veturnar og 300 daga af sól á ári, gerir Costa Blanca og Costa Calida að ákjósanlegum stað til að búa á. 


AFÞREYING:

VERSLANIR, VEITINGA / SKEMMTISTAÐIR OG ÚTIMARKAÐIR:
 

Fyrir utan fallegar verslunargötur má einnig finna stærri verslunarmiðstöðvar sem hafa að geyma þekktustu verslanakeðjur í heimi.  Habaneras og La Zenia Boulevard verslanamiðstöðvarnar eru með þeim þekktari á svæðinu.

Spánverjar leggja almennt mikið uppúr því að bjóða uppá bragðgóðan mat, framreiddan úr brakandi fersku hráefni.  Matarmenningin er mjög fjölbreytt og úrval veitingastaða undir áhrifum frá öllum heimshornum með því betra sem þekkist.  Spænskir, ítalskir, indverskir, ungverskir, tailenskir, kínverskir, sænskir, argentískir veitingastaðir allt eftir þínu höfði.  Hvort sem þú vilt  fara út að borða og eiga rómantíska kvöldstund, með góðum vinahóp eða eiga notalega stund með fjölskyldunni og börnunum þá áttu ekki eftir að eiga í neinum vandræðum með að finna það sem þú leitar að.

Fyrir þá sem vilja vera úti frameftir að þá er frábært úrval af börum og skemmtistöðum fyrir þá sem vilja dansa fram eftir nóttu. 

Ekki má gleyma þeim frábæru útimörkuðum sem eru víðsvegar og bjóða m.a. uppá ferska ávexti og grænmeti, fatnað, vefnaðarvöru, handgerðar vörur búnar til af heimamönnum, listmuni og svo lengi má áfram telja.  Í notalegri stemmningu útimarkaðanna má eyða löngum tíma í að njóta veðursins og spóka sig um á útimörkuðunum í sólinni

ÖNNUR AFÞREYING

Fótboltaleikir, Go Kart, MotoCross, köfun, siglingar, skíði, vínsmökkun, hjólatúrar, Jet-ski, nautaat, jeppaferðir, veiði og stangveiði, 

SKEMMTIGARÐAR

 

SUNDLAUGAGARÐAR

DÝRAGARÐAR

GOLF:

Fyrir golf áhugamanninn þá hefur Costa Blanca svæðið upp á að bjóða yfir 30 golfvelli, þar á meðal eru einhverjir af bestu golfvöllum Spánar, vellir sem hafa hlotið alþjóðlegar viðurkenningar eins og Las Colinas. Úrvalið er mjög fjölbreytt, hver völlur um sig einstakur og fjölbreytileikinn mikill.  Fjölmargir Íslendingar hafa fest kaup á fasteignum á þessu svæði meðal annars vegna fjölda golfvalla sem finna má á þessu litla svæði.  Hvort sem þú ert lengra kominn í golfi eða byrjandi að þá er Spánn paradís fyrir hvaða golfara sem er.

La Marquesa
Buena vista golf
La Finca
Villamartin Golf
Las Ramblas
www.lomasdecampoamor.es
www.lascolinasgolf.es
www.vistabellagolf.com