Kristinn B. Ragnarsson
Viðskiptafræðingur/löggiltur fasteignasali
Símanúmer 8984125 [email protected]
KAUPFERLIÐ

Kaupferlið:

Íslendingar sem fjárfesta í fasteign á Spáni þurfa ekki að uppfylla nein sérstök skilyrði um dvalarleyfi, búsetu eða annað slíkt. Væntanlegur kaupandi þarf þó að sækja um svokallað NIE-númer sem er spænsk kennitala og opna bankareikning. Til að fá NIE-númer þarf að fara í gegnum ákveðið umsóknarferli hjá sýslumanni og það getur tekið nokkra daga en við getum séð um það fyrir þig.

Vextir á lánum til húsnæðiskaupa eru afar hagstæðir hjá spænskum bönkum, vextir eru óverðtryggðir og yfirleitt mun lægri en gengur og gerist á Íslandi. Vextirnir eru annað hvort fastir eða breytilegir. Með breytilegum vöxtum eru vextirnir þannig byggðir upp að þeir grundvallast á EURIBOR-vöxtunum á hverjum tíma ásamt vaxtaálagi viðkomandi banka. Lánstími getur verið allt að 30 ár, en hann fer eftir aldri lántakenda. Samanlagður lánstími og lífaldur má ekki vera meiri en 75 ár, þannig að 50 ára getur fengið lán til 25 ára. Ef fleiri en einn kaupa eignina er miðað við aldur þess yngsta, þó geta verið frávik frá þessari reglu.

Greiðslubyrði: Áætluð greiðslubyrði af hverjum 100.000 € (um 12,0 milljónir króna) með 2,5% vöxtum til 30 ára er um 450 € (um 58.500 kr) á mánuði. Miðað við gengi € = 120 kr. Kostnaður við fasteignakaup á Spáni er hærri en á Íslandi. Kaupandi fasteignar þarf að greiða virðisaukaskatt af uppgefnu kaupverði til spænska ríkisins við undirritun afsals. Almennt getur kostnaður við kaupin hlaupið á í kringum 11% -13% í heildarkostnaði sem reiknast af kaupverði eignarinnar og greiðist við afsal.

Virðisaukaskattur: Er 10% af uppgefnu verði.

Notario-kostnaður: Er fastur skjala- og umsýslukostnaður og er mismunandi eftir verði eigna en getur verið í kringum 0,5% af uppgefnu verði.

Þinglýsingargjald v/kaupsamnings: 1,5% af uppgefnu kaupverði.

Þinglýsingargjald v/láns: 1,5 % af lánsfjárhæð ef lán er tekið.

Lántökugjald v/láns: Um 1.0% af lánsfjárhæð ef lán er tekið.

Bankamat: 150-400 € fer eftir stærð eignar – ef lán er tekið.

Orkusamningar: 300 – 500 € vegna stofnunar á vatns- og rafmagnssamningum vegna kaupa á nýbyggingu.

NIE – númer: 150 € pr einstakling vegna stofnunar NIE-númers (kennitölu).

Ef umsækjandi tekur lán þarf hann að reikna með að greiða um 3-4% af lánsfjárhæðinni í kostnað við lántökuna

Rekstrarkostnaður fasteignar og árlegir skattar:

Rekstrarkostnaður er mishár og fer eftir stærð og gerð fasteignarinnar. Flestar fasteignir hafa aðgang að sundlaugargarði og er fyrirkomulagið þannig á Spáni að hver og einn eigandi greiðir í húsfélagsgjald „Community fee” til að standa straum af öllum sameignarkostnaði t.d. þrif á sundlaug, garðvinnu, lýsingu á sameign o.fl. Upphæð vatns-, rafmagns- og gasreikninga er mishá og fer eftir notkun á hverjum tíma. Tryggingar á fasteignum eru hagstæðar.

Dæmi um rekstrarkostnað og skatta á ársgrundvelli miðað við fasteign metna á 100.000 €

Fasteignagjöld: 100-170 €

Tryggingar: 300-450 €

Orkureikningar: 1000 – 1500 €

Eignaskattur: 100-200 €

Húsfélagsgjald: 500-800 €

Rekstrarkostnaður fasteignar að verðmæti 100.000 € eða um 12 millj íslenskra króna getur verið í kringum 110-180 € á mánuði miðað við 50% notkun eignarinnar.

Við leggjum áherslu á að þjóna viðskiptavinum okkar vel, við allt kaupferlið, enda höfum við aða baki 20 ára reynslu í sölu fasteigna á Spáni.