Kristinn B. Ragnarsson
Viðskiptafræðingur/löggiltur fasteignasali
Símanúmer 8984125 [email protected]
Golfvellir Tenerife

Það getur verið mjög freistandi að stinga af frá íslenskri lægð og slaka á í sólinni. Golfvellirnir á Tenerife eru nokkrir og eiga það sameiginlegt að hafa pálmatré, útsýni yfir sjóinn og sól flesta daga. Nokkrir þeirra hafa verið notaðir undir alþjóðleg golfmót og hver og einn býður upp á mismunandi áskoranir. Það fer eftir staðsetningu vallanna hvar minnstu líkurnar á rigningu eru. Veðurfarið á ferðamannasvæðunum á suðvesturhorninu er svipað allt árið og sjaldgæft að það rigni. Hægt er að velja milli þriggja 27 holu, fjögurra 18 holu og tveggja 9 holu valla. Allir vellirnir eru opnir almenningi og það er boðið upp á kennslu fyrir byrjendur. Yfirleitt þarf að panta rástíma fyrirfram og oftast er hægt að bóka á netinu. Yfir veturinn þegar mest er að gera borgar sig að bóka tíma með góðum fyrirvara.

Golfvellir Tenerife

https://buenavistagolf.es
http://www.golflasamericas.com
http://www.golfcostaadeje.com/
http://www.golfdelsur.es/
https://rcgt.es